Fyrirtækið

Fyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf var stofnað af Ragnari Inga Haraldssyni og Rósu Björg Sveinsdóttur konu hans haustið 1970 er þau keyptu notaðan vöruflutningabíl af Bedford gerð. Reksturinn gekk upp og niður fyrstu árin, en með dugnaði þeirra og ósérhlífni gekk dæmið upp. Ragnar og Rósa eiga fjögur börn sem voru dugleg að hjálpa til við að losa og lesta með pabba sínum. Í dag vinna tvö af börnum þeirra við reksturinn, Jóna Björk Ragnarsdóttir sér um allt bókhald í fyrirtækinu ásamt konu Ásgeirs, Þóreyju Jónsdóttur sem einnig sér um bókanir á gámum og Ásgeir Ragnarsson sem er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann sér um allan daglegan rekstur þess ásamt að kaupa allt inn fyrir fyrirtækið sem til þarf.

Fyrirtækið hefur vörumóttökustöðvar í Reykjavík hjá Landflutningum-Samskip í Kjalarvogi og Eimskip innanlands í Klettagörðum 15.

Ragnar og Ásgeir ehf sjá um vöruflutninga til Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar en á öllum þessum stöðum er vörumóttaka. Heildarfjöldi starfsmanna fyrirtækisins í dag er 31 sem dreifist út á staðina.    

Fyrirtækið hefur vaxið mikið undanfarin ár og þá sérstaklega með tilkomu fiskmarkaðanna. Í dag er langstærstur hluti flutninganna ferskur fiskur frá Fiskmarkaði Íslands. Einnig er mikið flutt af afurðum frá fyrirtækjum á Snæfellsnesi og ferskum fiski í gámum til útflutnings.

Núna á fyrirtækið 14 dráttarbíla með frysti/kælivögnum, 3 flutningabíla með frysti/kælikössum, allir með vottun frá skoðunarstofu, 10 gámagrindur, sendibíla á öllum svæðum á nesinu ásamt lyfturum og skotbómulyfturum. Einnig 3 gámalyftara og gámalyftu (sideloader).

Framtíðarhorfur fyrirtækisins telur Ásgeir vera mjög góðar vegna nálægðar við gjöful fiskimið Breiðafjarðar og telur hann að það séu mjög góð búsetuskilyrðu á Snæfellsnesi. Fyrirtæki á svæðinu eru mjög sterk og eiga þau vonandi eftir að dafna vel. Sterk staða Ragnars og Ásgeirs ehf. felst í því að þeir eru með mjög góð tæki og trygga viðskiptavini. Einnig eru þeir með úrvalsstarfsmenn í öllum stöðum, hvort sem það er bílstjórar, útkeyrslumenn eða deildarstjórar á afgreiðslum þeirra.

Kjörorð okkar er: "Það er ekkert mál"

Að lokum vil ég benda þeim á sem vilja fræðast meira um fyrirtækið að hringja í síma 892 1817.

Með fyrirfram þökk Ásgeir Ragnarsson