Við vildum þetta öll ef við fengum bara tækifæri

Lukkubrandari. ..bara að lesa þennan brandara færir lukku.

 

Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka.

Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við

bankastjórann, um að opna sparireikning: 'þetta eru miklir

peningar, þú skilur.'

Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans -

viðskiptavinurinn er konungur!!!

Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn.

Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi

töskuna fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitin um hvaðan

allir þessir peningar kæmu.

"Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur

- hvernig stendur á því?"

Gamla konan svaraði honum "Mjög einfalt. Ég veðja!"

"Veðjar?' spurði bankastjórinn, "hvers konar veðmál?"

Gamla konan svaraði: "Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við

þig, uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!"

Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: "Það er fáránlegt! Á þennan

hátt getur þú aldrei unnið svona mikla peninga."

Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér

inn peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?´´

"Auðvitað!" svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi.

"Ég veðja semsagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki

ferköntuð."

Gamla konan svaraði:" Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir

peningar, má ég þá koma við á morgunn, klk 10:00 með lögfræðinginn

minn, svo að við höfum líka vitni?´´

"Auðvitað!" Bankastjórinn samþykkti.

Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði

ýtarlega á sér eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin.

Að lokum með hjálp einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi

vinna veðmálið, alveg viss!

Morguninn eftir kom gamla konan, klk 10:00 í bankann með

lögfræðinginn sinn.

Hún kynnti mennina tvo hvor fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá

25.000 evrur.

Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru

ekki ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig

buxurnar til að skoða málið (punginn) einu sinni. Bankastjórinn tók

niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði punginn í

rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við eistun.

Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi.

´"O.K." sagði bankastjórinn öruggur.

"Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss.

Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér.

Þá tók bankastjórinn eftir því að lögfræðingurinn var farinn að

berja hausnum á sér við vegginn.

Bankastjórinn spurði konuna:"Hvað er að lögfræðingnum þínum?"

Hún svaraði: ´´ Ekkert, ég veðjaði við hann, uppá 100.000 evrur að

ég skildi í dag klk 10:00 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér.

Til Baka