Upp með ermar góðir ÍSLENDINGAR !!!!

Verðbólgan að sliga allt en við svo rosa klár
Nastaq þetta, Össur hitt og Dow Jones algjört fár
Vildum sýna veröldinni þó við séum smá
við gætum reddað heiminum ef þannig stæði á.


Nú stoltið sært og dapurlegt og þjóðin öll í sorg
sársaukann og vonbrigðin má sjá í bæ og borg
Bakland það sem fólkið taldi tryggja efri ár
tekið verður upp í skuld, en skilur eftir sár.


Þó það sé þyngr´en tárum tak´ að sættast þetta við
tilfinningar splundraðar og dapurt ástandið
þá saman öflug getum verið, ákveðin og sterk
fámenn þjóð með styrk sem getur gert mörg kraftaverk.


Upp með ermar, upp með bros og allir saman nú
aldrei megum gefast upp né glata okkar trú
knúsumst bara þéttingsfast og hefjumst handa við
að bæta það sem bæta má og efla mannlífið.

BH 2008.


En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og því skylda okkar fullorðnu
að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við
eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta
áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að
hugsa um það sem við höfum ekki....

Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við
gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....

Kveðja Íslendingur

Til Baka