Okkur veitir ekki af að hlægja svolítið saman

 Okkur íslendingum veitir ekki af þremur bröndurum í dag meðan við bíðum eftir Geir Harde.

Brandari 1

Einu sinni voru 3 strákar að rífast um hvor ætti besta pabban fyrsti strákurinn sagði pabbi minn er prestur og allir segja ó heilagur prestur þá sagði annar strákurinn pabbinn minn er biskup og allir segja ó heilagur biskup og þá sagði þriðji strákar mínir strákar mínir pabbi minn er 180 kíló og allir segja guð minn góður.

Brandari 2

Jón tekur reglulega leigubíl heim til sín úr vinnunni, þegar heim er komið og bílstjórinn kemur með reikninginn kemur í ljós að hann er miklu hærri en vanalega. Eftir að hafa rifist um þetta í smá tíma hendur leigubílstjórinn honum út úr bílnum. Viku seinna er Jón að fara að taka leigubíl og sér sama bílstjóra aftar í leigubílaröðinni og ákveður að hefna sín. Hann fer inn í fyrsta bílinn í röðinni og segist hafa gleymt peningunum en geti boðið honum tott fyrir farið. Leigubílstjórinn klikkast og hendir honum út. Jón fer inn í næsta bíl og gerir það sama, aftur er honum hent út. Nú er komið að bílstjóranum sem okraði á honum, Jón stígur inn og biður hann um að skutla sér heim. Þegar hann keyrir fram hjá hinum bílstjórunum vinkar Jón, blikkar Jón þá og sígur á sér puttann til merkis um að samningar hafi náðst!

Brandari 3

Lögga mætir í vinnuna í 1 hvítum og 1 svörtum skó. Lögreglustjórinn verður alveg brjálaður yfir þessu og sendir hann heim til að skipta um skó.  Eftir langan tíma kemur maðurinn aftur og er enn í sömu skóm. Lögreglustjórinn spyr hann hvernig standi á þessu.
-”Jú”,segir löggan, : “þegar ég kom heim var eina parið sem ég átti líka með 1 hvítum skó og 1 svörtum.”

 

Til Baka