Allir farnir á Sýninguna og líka Svenni

Jæja þá er komin helgi aftur og Sjávarútvegssýningin er í fullum gangi. Stóra fréttin við það er að Svenni okkar fór í bæjarferð og kíkti á allt dótið á sýningunni þá  hlýtur að vera varið í sýninguna því Svenni okkar bregður sér ekkert hrikalega oft af bæ. Biðjum að heilsa í bæinn Svenni minn og auðvitað minni ég alla á að aka varlega heim því veturinn er farinn að minna á sig. 

Myndir á Myndasöfn

Kveðja og góða helgi   Hadda

             Ég fer að minnsta kosti einu sinni á ári !!!   Svenni

Til Baka