Brandarar á morgni þessa fína þriðjudags

Samansafn af bröndurum o.fl.
Þrír karlar sátu saman yfir glasi. Þeir fóru að ræða um eiginkonur sínar.

Fyrst segir sá dökkhærði - konan mín er svo undarleg, það var nautakjötsútsala í Hagkaup um daginn og hún keypti 50 kg af kjöti og við sem eigum ekki einu sinni frystikistu. Nú liggur allt þetta kjöt í þvottahúsinu og við komumst örugglega ekki yfir að éta það áður en það skemmist.

Þá segir sá rauðhærði - konan mín er svo klikkuð, það var útsala á notuðum bílum um daginn og hún keypti sér Toyotu og hún er ekki einu sinni með bílpróf. Nú stendur bíllinn bara framan við húsið okkar óhreyfður.

Þá var ljóshærði karlinn farinn að veltast um af hlátri og segir við félaga sína - ykkur finnst konurnar ykkar ekki gáfulegar, þið ættuð þá að vita hvernig mín er. Hún er úti á Grikklandi með saumaklúbbnum sínum, ha, ha, ha, og hvað haldið þið að hún hafi tekið með sér, ha, ha, ha. Hún tók með sér 50 pk af smokkum og hún sem er ekki einu sinni með typpi.

--

Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla. Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár af kinnunum og súpa á kaffinu. - "Hvað er að ástin mín? Af hverju siturðu hér einn um miðja nótt," spurði hún. Addi leit upp og sagði:

"Manstu þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul." - "Já, ég man vel eftir því," sagði Bimba. - "Manstu þegar pabbi þinn kom að okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?" - "Já, ég man líka vel eftir því." -"Manstu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða verður næstu 20 árin í fangelsi." - "Já, ég man vel eftir þessu elskan mín," sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af hvörmunum og sagði: "Veistu... ég hefði losnað út í dag!"

Til Baka