Alltaf nóg að gera á þessum bæ!!

Það er alltaf nóg að gera hér hjá Ragnari og Ásgeir og þeim mun meira í boði hjá markaðnum eða ein 132 tonn.Þetta kallar bara á skúffuköku hjá Jónu sem er snillingur í að baka, en enginn pressa Jóna mín. Því iðulega fá starfsmenn Ragnars og Ásgeir skúffuköku  þegar markaðurinn fer yfir 100 tonna múrinn. Eins og sést kannski á holdafari starfsmanna gerist það ansi oft. Í dag fóru Guðmundur Benjamíns og Óli Heiðar á vit ævintýranna og skruppu til Dalvíkur. Að sjálfsögðu höfðum við nóg fyrir stafni um helgina sem var að líða því Ásgeir þór eða Speedy og Egill komu á föstudaginn heim frá Þórshöfn og einnig á laugardaginn skiluðu þeir Guðmundur og Veigar sér heilir heim frá Neskaupsstað.

Til Baka